Alþjóðasvið

Lögmenn stofunnar búa yfir góðri þekkingu og reynslu á sviði Evrópu- og EES-réttar. Þjónusta stofunnar felst einkum í lögfræðilegri ráðgjöf varðandi réttarreglur EES-samningsins og hver sé réttarstaða einstaklinga og lögaðila sem hafa búsetu eða starfsstöð í ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu. Einkum reynir á reglur á þessu sviði í málum sem varða samkeppnismál og samrunareglur, opinber útboð og milliríkjaviðskipti. Í ljósi þess að stór hluti íslenskar löggjafar er reistur á Evrópulöggjöf er mikilvægt að viðskiptavinum stofunnar, sem stunda viðskipti á evrópska efnahagssvæðinu, sé veitt ráðgjöf á grundvelli túlkunar á regluverki Evrópusambandsins.

Lögmenn stofunnar veita einnig lögfræðilega ráðgjöf vegna fjárfestinga einkaaðila og stofnsetningar á evrópska efnahagssvæðinu.

Lögmenn stofunnar aðstoða jafnframt erlenda aðila við úrlausn mála hérlendis, þ.m.t. við rekstur dómsmála og álitsgerðir.

Lögmenn stofunnar veita nánari upplýsingar um ráðgjöf og þjónustu sem heyrir undir alþjóðasvið.